The Galdrabók - Forbidden Icelandic Folk Magic
Höfundur: Kári Pálsson
í bókinni eru tvö íslensk galdrahandrit frá 17 öld til umræðu og eru allir galdrarnir sýndir, bæði með íslenskum og enskum texta. Annað galdrahandritið (Jarðskinna) er óútgefið og kemur hér út í fyrsta sinn. Þetta er handrit sem Árni Magnússon fékk árið 1697 og má þar finna upplýsingar hvernig hægt er að ná samband við álfa og huldufólk í draumi. Einnig er fræðilegur inngangur að báðum handritum á ensku ásamt stuttu ágripi að sögu galdra á Íslandi.
Bókin er hugsuð til skemmtunar og fróðleiks, bæði fyrir fræðimenn og þá sem þekkja ekki efnið á nokkurn hátt. Bókin er gefin út á vegum bókaútgáfunnar Hyldyr en það er sjáflstæður bókaútgefandi sem samanstendur af fræðimönnum sem vilja miðla þjóðfræðilegu efni á smekklegan og aðgengilegan hátt.
GOTH AÐ VITA:
Við sendum frítt á næsta pósthús, pakkaport, póstbox eða með Dropp þér þegar verslað er fyrir 14 þúsund eða meira.
Ef verslað er fyrir lægri upphæð er sendingargjaldið misjafnt með póstinum eða Dropp.
Ef þú vilt skila vörunni, þarftu að passa að senda hana í búðina sjálfa en ekki á næsta pósthús. Heimilisfangið er Rokk & Rómantík, Laugavegur 62, 101 Reykjavík.
Ef pöntun berst fyrir klukkan 11:00 fer varan oftast í Dropp samdægurs.
Við sendum einnig með Póstinum og fer hann sótttur hjá okkur á þriðjudögum og fimmtudögum.