
Svart Slör
POV: þú ert við það að giftast vampíru unnustanum þínum og getur þá AUGLJÓSLEGA ekki verið hvítklædd brúður með hvítt slör (bæði upp á ~the vibes~ og svo bara bitið sem hann gefur þér um leið og þú segir "já" - yrði mega subbó), þannig þú kíkir í R&R og finnur þar hina fullkomnu lausn sem passar við svarta brúðarkjólinn - þetta mikilfenglega og ómissandi svarta slör <3
Svart og ca neðrabak/rassasítt, fest með greiðu <3
GOTH AÐ VITA:
Við sendum frítt á næsta pósthús, pakkaport, póstbox eða með Dropp þér þegar verslað er fyrir 14 þúsund eða meira.
Ef verslað er fyrir lægri upphæð er sendingargjaldið misjafnt með póstinum eða Dropp.
Ef þú vilt skila vörunni, þarftu að passa að senda hana í búðina sjálfa en ekki á næsta pósthús. Heimilisfangið er Rokk & Rómantík, Laugavegur 62, 101 Reykjavík.
Ef pöntun berst fyrir klukkan 11:00 fer varan oftast í Dropp samdægurs.
Við sendum einnig með Póstinum og fer hann sótttur hjá okkur á þriðjudögum og fimmtudögum.