Krypt Lovers Kjóll
KRYPT LOVERS
Finnst þér gott að elskast í grafhýsum? ❤️
Sorrí.. þetta var skrítin spurning, leyf mér að reyna aftur
Berðu mikla ást til grafhýsa?.. 🪦
Þessi er kannski minna óviðeigandi en hún er alveg jafn skrítin, hmm...
Elskar þú að vera í fallegum, þægilegum, klæðilegum, dramatískum, svörtum síðkjólum? 🖤(þarna kom það)
Þá ertu svo sannarlega á réttum stað því þessi er nákvæmlega það, hann er meira að segja með svona kálköntum 🥬 (svona frillý-dúllu faldur, það bara heitir "lettuce hem" á ensku og ég gat bara ekki lettuce hamið mig XD)
- Soft, stretch fabric.
- Cape detail.
- Maxi length.
- Lettuce hem.
- V neckline.
- Double side slit.
- Fitted.
With KILLSTAR branding, 96% Viscose 4% Elastane.
GOTH AÐ VITA:
Við sendum frítt á næsta pósthús, pakkaport, póstbox eða með Dropp þér þegar verslað er fyrir 14 þúsund eða meira.
Ef verslað er fyrir lægri upphæð er sendingargjaldið misjafnt með póstinum eða Dropp.
Ef þú vilt skila vörunni, þarftu að passa að senda hana í búðina sjálfa en ekki á næsta pósthús. Heimilisfangið er Rokk & Rómantík, Laugavegur 62, 101 Reykjavík.
Ef pöntun berst fyrir klukkan 11:00 fer varan oftast í Dropp samdægurs.
Við sendum einnig með Póstinum og fer hann sótttur hjá okkur á þriðjudögum og fimmtudögum.