Black Widow Kjóll
Svarta ekkjan er heiti sem í raun er notað um ýmsar tegundir innan ættkvíslarinnar Latrodectus (Theridiidae). Alls eru tegundirnar nú taldar vera 31 en heitið svarta ekkjan á sér í lagi um þrjár tegundir sem eiga upprunaleg heimkynni sín í Norður-Ameríku: L.mactans, L.hesperus og L.variolus.
Einnig má nefna hina rauðu ekkju (L.bishopi) og brúnu ekkju (L.geometricus) sem hafa víðari útbreiðslu. Tegundin L.tredecimguttatus er stundum nefnd hin evrópska svarta ekkja og finnst víða í kringum Miðjarðarhafið og hin ástralska svarta ekkja (L.hasseltii) á rætur að rekja til Ástralíu en finnst nú einnig víðar í Suðaustur-Asíu og á Nýja-Sjálandi.
Allar þessar kóngulær eru eitraðar en bitið er þó sjaldnast banvænt nema þeim sem eru veikir fyrir, gömlu fólki eða börnum.
Kvendýr L.mactans, sem er ein af hinum eiginlegu svörtu ekkjum, er skínandi svart, um 2,5 cm á lengd og oft með rauðan blett undir afturbolnum. Bletturinn er oft í laginu eins og stundaglas eða þá tveir rauðir dílar. Karldýrin sjást sjaldan þar sem þau eru drepin að loknum mökum. Hægt er að greina karldýrin á nokkrum rauðum röndum sem þeir hafa undir afturbolnum ásamt stundaglasmynstursins.
Einkennandi fyrir byggingu vefja svörtu ekkjunnar er nokkurs konar trekt fyrir miðjum vefnum þar sem köngulóin heldur sig og bíður átekta þangað til fórnarlamb festist í vefnum. Kvendýrið verpir oft nokkrum sinnum yfir sumarið. Þetta eru eggjamassar sem samanstanda af 250-750 eggjum og festir hún eggjamassann á vefinn. Þessi massi getur verið allt að 12 mm í þvermál. Eftir rúmlega 14 daga klekjast eggin og út koma fölhvít ungviði.
Talið er að svarta ekkjan geti lifað í rúmt eitt og hálft ár. Svarta ekkjan notar öflugt eitur til að lama bráð sína. Hún gerir leifturárás á bráðina og bítur snöggt í hana. Bráðin, sem oftar en ekki er skordýr, drepst fljótt og köngulóin sýgur innihaldið út. Hins vegar er svarta ekkjan algeng bráð sníkjuvespa og annarra sníkjuskordýra.
Eins og áður segir er óalgengt að fólk drepist af völdum bits frá svörtu ekkjunni en eitrið getur valdið miklum sársauka, svima og doða í útlimum. Þess má geta að eitur svörtu ekkjunnar er 15x öflugara en eitur skröltorms en sem betur fer er magnið margfalt minna.
GOTH AÐ VITA:
Við sendum frítt á næsta pósthús, pakkaport, póstbox eða með Dropp þér þegar verslað er fyrir 10 þúsund eða meira.
Ef verslað er fyrir lægri upphæð er sendingargjaldið 1200 krónur með póstinum og Dropp.
Ef þú vilt skila vörunni, þarftu að passa að senda hana í búðina sjálfa en ekki á næsta pósthús. Heimilisfangið er Rokk & Rómantík, Laugavegur 62, 101 Reykjavík. Við sendum þér inneign eða aðra vöru í staðinn og þú greiðir fyrir sendinguna þegar þú sækir nýja vöru á pósthúsið
Ef pöntun berst fyrir klukkan 11:00 fer varan í póst samdægurs.
Pósturinn er langoftast mjög snar í snúningum en þeir gefa sér einn til þrjá virka daga til að koma vörunni til þín. Það er ekki á okkar ábyrgð ef þeir óvart klikka á því.